Þungt fram undan á fjármálamörkuðum 4. febrúar 2009 00:01 Robert Parker stofnandi eignastýringarsviðs Credit Suisse kynnti fagfjárfestum tækifærin úti í hinum stóra heimi í boði Alfa fjárfestingaráðgjafar í síðustu viku. Það versta gengur yfir í haust, að hans mati. Markaðurinn/Pjetur „Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira