Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2009 22:46 Cowboys Stadium er ótrúlegt mannvirki. Nordic Photos/AFP Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær. Erlendar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sjá meira
Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær.
Erlendar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sjá meira