Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Gunnar Örn Jónsson skrifar 16. júní 2009 15:00 Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira