Jarðtengdir stjórnmálamenn óskast Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 15. október 2009 06:00 Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun