Ljóst er að Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á SAS Masters mótinu í Svíþjóð. Hann lék á samtals fjórum höggum yfir pari fyrstu tvo daga mótsins og er um þremur höggum fyrir neðan niðurskurðinn.
Birgir lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari eftir að hafa verið á einu yfir pari eftir gærdaginn.