Viðskipti erlent

Lækkun á bréfum í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun og er talið að óvissa um 800 milljarða aukabjörgunarpakka bandaríska þingsins valdi því að fjárfestar hafi stigið varlega til jarðar undanfarna daga.

Bréf bílaframleiðandans Nissan féllu um rúmlega sex prósent eftir að fyrirtækið tilkynnti að það þyrfti að skera verulega niður vegna sölusamdráttar og segja upp allt að 20.000 manns.

Staða japanska jensins heldur áfram að styrkjast en lágir stýrivextir í Japan gera það að verkum að fjárfestar taka nú frekar en ella lán í jenum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×