Hlynur hefur sparað skotin gegn Grindavík í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2009 18:15 Sigurður Þorvaldsson hefur varla brennt af skoti í deildarleikjunum vetrarins gegn Grindavík. Mynd/Stefán Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir Hlynur og Sigurður hafa báðir spilað mjög vel í innbyrðisleikjunum við Snæfell í Iceland Express deildinni í vetur og eru í fyrsta og þriðja sæti yfir á leikmenn sem hafa skilað mestu til sinna liða í þessum tveimur leikjum. Hlynur er jafn Brenton Birmingham í efsta sætinu með 32,0 framlagsstig í leik en Sigurður er í þriðja sæti með 24,5 framlagsstig í leik í tveimur deildarleikjum við Grindavík. Saman hafa þjálfararnir hitt úr 26 af 36 skotum sínum í þessum tveimur leikjum sem gerir 72,2 prósent skotnýtingu sem er frábær hittni. Þeir hafa aðeins þurft að taka 36 skot utan af velli til að skora 76 stig sem gerir að hvert skot þeirra er búið að skila að meðaltali 2,1 stigi til liðsins. Hlynur Bæringsson hefur verið spar á skotin sín í þessum tveimur leikjum og er sem dæmi með einni fleiri stoðsendingu (14) en skot á körfuna (13). Hlynur hefur skorað 15,0 stig, tekið 14,0 fráköst og gefið 7,0 stoðsendingar að meðaltali í Grindavíkurleikjunum og eina aðfinnslan er að hann er búinn að hitta betur úr skotum utan af velli (69,2 prósent) heldur en vítaskotum sínum (60,0 prósent). Sigurður Þorvaldsson hefur verið sjóðheitur í þessum tveimur leikum og hefur aðeins klikkað á 6 af 23 skotum sínum og 1 af 8 vítum. Sigurður hefur skorað 23,0 stig að meðaltali og nýtt 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Skotnýting hans utan af velli er 73,9 prósent sem er einstaklega góð skotnýting. Hæsta framlagið í deildarleikjum Grindavíkur og Snæfells í vetur: 1. Hlynur Bæringsson, Snæfell 32,0 1. Brenton Birmingham, Grindavík 32,0 3. Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 24,5 4. Lucious Wagner*, Snæfell 24,0 5. Arnar Freyr Jónsson, Grindavík 21,0 6. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 14,5 7. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 13,5 8. Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 9,5 9. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 8,5 10. Atli Rafn Hreinsson, Snæfell 6,5*Spilaði aðeins annan leikinn Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir Hlynur og Sigurður hafa báðir spilað mjög vel í innbyrðisleikjunum við Snæfell í Iceland Express deildinni í vetur og eru í fyrsta og þriðja sæti yfir á leikmenn sem hafa skilað mestu til sinna liða í þessum tveimur leikjum. Hlynur er jafn Brenton Birmingham í efsta sætinu með 32,0 framlagsstig í leik en Sigurður er í þriðja sæti með 24,5 framlagsstig í leik í tveimur deildarleikjum við Grindavík. Saman hafa þjálfararnir hitt úr 26 af 36 skotum sínum í þessum tveimur leikjum sem gerir 72,2 prósent skotnýtingu sem er frábær hittni. Þeir hafa aðeins þurft að taka 36 skot utan af velli til að skora 76 stig sem gerir að hvert skot þeirra er búið að skila að meðaltali 2,1 stigi til liðsins. Hlynur Bæringsson hefur verið spar á skotin sín í þessum tveimur leikjum og er sem dæmi með einni fleiri stoðsendingu (14) en skot á körfuna (13). Hlynur hefur skorað 15,0 stig, tekið 14,0 fráköst og gefið 7,0 stoðsendingar að meðaltali í Grindavíkurleikjunum og eina aðfinnslan er að hann er búinn að hitta betur úr skotum utan af velli (69,2 prósent) heldur en vítaskotum sínum (60,0 prósent). Sigurður Þorvaldsson hefur verið sjóðheitur í þessum tveimur leikum og hefur aðeins klikkað á 6 af 23 skotum sínum og 1 af 8 vítum. Sigurður hefur skorað 23,0 stig að meðaltali og nýtt 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Skotnýting hans utan af velli er 73,9 prósent sem er einstaklega góð skotnýting. Hæsta framlagið í deildarleikjum Grindavíkur og Snæfells í vetur: 1. Hlynur Bæringsson, Snæfell 32,0 1. Brenton Birmingham, Grindavík 32,0 3. Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 24,5 4. Lucious Wagner*, Snæfell 24,0 5. Arnar Freyr Jónsson, Grindavík 21,0 6. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 14,5 7. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 13,5 8. Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 9,5 9. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 8,5 10. Atli Rafn Hreinsson, Snæfell 6,5*Spilaði aðeins annan leikinn
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira