Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands 23. september 2009 08:37 José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira