Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar 23. júní 2009 10:29 Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Það eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem standa að skýrslunni og segja þau að hvalveiðilönd geti hagnast á því að skipta veiðunum út fyrir skoðunarferðir. Í frétt um málið á BBC segir að íslenska sendinefndin á fundi IWC sé ekki sammála þessu áliti og bendi á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti þróast áfram í sameiningu. Patrick Ramage forstjóri samtakanna sem gerðu skýrsluna segir að hvalaskoðun sé mun sjálfbærri atvinnugrein en hvalveiðar. „Efnahagslega gefur skoðunin mun betur af sér og því eru hvalir meira virði lifandi en dauðir," segir Ramage. BBC ræðir einnig við Tómas Heiðar formann íslensku sendinefndarinnar. Hann segir að hvalveiðar og hvalaskoðun hafi starfi í sátt og samlyndi á Íslandi og hafi gert svo um árabil. „Ásakanir um að hvalveiðar hafi áhrif á hvalaskoðun eru ósannar eins og reynslan sýnir," segir Tómas Heiðar sem bendir á að hvalaskoðun hafi stöðugt aukist á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju árið 2006. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Það eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem standa að skýrslunni og segja þau að hvalveiðilönd geti hagnast á því að skipta veiðunum út fyrir skoðunarferðir. Í frétt um málið á BBC segir að íslenska sendinefndin á fundi IWC sé ekki sammála þessu áliti og bendi á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti þróast áfram í sameiningu. Patrick Ramage forstjóri samtakanna sem gerðu skýrsluna segir að hvalaskoðun sé mun sjálfbærri atvinnugrein en hvalveiðar. „Efnahagslega gefur skoðunin mun betur af sér og því eru hvalir meira virði lifandi en dauðir," segir Ramage. BBC ræðir einnig við Tómas Heiðar formann íslensku sendinefndarinnar. Hann segir að hvalveiðar og hvalaskoðun hafi starfi í sátt og samlyndi á Íslandi og hafi gert svo um árabil. „Ásakanir um að hvalveiðar hafi áhrif á hvalaskoðun eru ósannar eins og reynslan sýnir," segir Tómas Heiðar sem bendir á að hvalaskoðun hafi stöðugt aukist á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju árið 2006.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira