Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 10:35 Mynd/Einar Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira