NBA í nótt: Dallas og Boston náðu forystu - Utah minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 09:00 San Antonio átti ekki möguleika í Dirk Nowitzky og félaga í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira