Æla Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 21. apríl 2009 06:00 Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni - flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast. Margt í hinni pólitísku atburðarás á Íslandi undanfarin misseri minnir á eiginleika orðsins æla. Fyrir nokkrum árum skrifaði ungur heimspekingur tímaritsgrein sem bar yfirskriftina „Allt sama tóbakið?" Þar rýndi hann í stefnuskrár stjórnmálaflokkanna og reyndi að greina hvað skildi þá raunverulega að. Niðurstaða hans var á þá leið að tiltölulega fátt greindi íslenska stjórnmálaflokka hvorn frá öðrum, að minnsta kosti ef marka mætti stefnuskrár þeirra, sem væru meira eða minna sama moðsuðan. Greinin vakti nokkur viðbrögð á sínum tíma. Gáfaður vinur minn minnti mig svo á að það varð tilefni lítils málþings sem efnt var til á litlu kaffihúsi í tilefni greinarinnar. Þar tóku nokkrir stjórnmálamenn til máls og sögðu þetta vera ofureinföldun hjá heimspekingnum; það væri vissulega mikill munur á flokkunum, stefnuskrárnar væru í raun hátíðarplögg sem ekki mætti taka of bókstaflega. Stjórnmálamennirnir aðhylltust sem sagt ekki bókstafstrú heldur listabókstafstrú. Seinna lagði ungi heimspekingurinn sitt af mörkum til að sanna ágæti kenningar sinna, gekk til liðs við flokk og því næst annan og vann fyrir þá báða af sannfæringu. Sjálfsagt gæti hann svo prófað þann þriðja ef hann bara vildi. Þetta tel ég honum ekki til vansa heldur aðeins dæmi um það hve auðvelt það ætti að vera að komast að samkomulagi við sjálfan sig og aðra í jafn agnarlitlu samfélagi og Íslandi. Í um 300 þúsund manna samfélagi sem þegar á ógrynni af heitu vatni, gjöful fiskimið og velmenntaða íbúa hlýtur að vera hægt að finna farsæla og sameiginlega lausn. Jafnvel án þess að tveimur álverksmiðjum sé bætt við þær sem fyrir eru. Verksmiðjuhugmyndirnar þykja mér reyndar stalínísk forræðishyggja og í raun — algjör þvæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni - flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast. Margt í hinni pólitísku atburðarás á Íslandi undanfarin misseri minnir á eiginleika orðsins æla. Fyrir nokkrum árum skrifaði ungur heimspekingur tímaritsgrein sem bar yfirskriftina „Allt sama tóbakið?" Þar rýndi hann í stefnuskrár stjórnmálaflokkanna og reyndi að greina hvað skildi þá raunverulega að. Niðurstaða hans var á þá leið að tiltölulega fátt greindi íslenska stjórnmálaflokka hvorn frá öðrum, að minnsta kosti ef marka mætti stefnuskrár þeirra, sem væru meira eða minna sama moðsuðan. Greinin vakti nokkur viðbrögð á sínum tíma. Gáfaður vinur minn minnti mig svo á að það varð tilefni lítils málþings sem efnt var til á litlu kaffihúsi í tilefni greinarinnar. Þar tóku nokkrir stjórnmálamenn til máls og sögðu þetta vera ofureinföldun hjá heimspekingnum; það væri vissulega mikill munur á flokkunum, stefnuskrárnar væru í raun hátíðarplögg sem ekki mætti taka of bókstaflega. Stjórnmálamennirnir aðhylltust sem sagt ekki bókstafstrú heldur listabókstafstrú. Seinna lagði ungi heimspekingurinn sitt af mörkum til að sanna ágæti kenningar sinna, gekk til liðs við flokk og því næst annan og vann fyrir þá báða af sannfæringu. Sjálfsagt gæti hann svo prófað þann þriðja ef hann bara vildi. Þetta tel ég honum ekki til vansa heldur aðeins dæmi um það hve auðvelt það ætti að vera að komast að samkomulagi við sjálfan sig og aðra í jafn agnarlitlu samfélagi og Íslandi. Í um 300 þúsund manna samfélagi sem þegar á ógrynni af heitu vatni, gjöful fiskimið og velmenntaða íbúa hlýtur að vera hægt að finna farsæla og sameiginlega lausn. Jafnvel án þess að tveimur álverksmiðjum sé bætt við þær sem fyrir eru. Verksmiðjuhugmyndirnar þykja mér reyndar stalínísk forræðishyggja og í raun — algjör þvæla.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun