Opinber lífeyrissjóður hagnast vel á andláti Jackson 3. júlí 2009 12:48 Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira