LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant 19. maí 2009 14:39 Margir spá því að Kobe Bryant og LeBron James muni mætast í lokaúrslitum NBA í júní Nordic Photos/Getty Images LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30. NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30.
NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira