NBA í nótt: Draumakvöld fyrir LeBron Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2009 09:00 LeBron tekur við MVP-styttunni frá David Stern fyrir leikinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images LeBron James var í nótt krýndur besti leikmaður tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta og hélt upp á það með stórsigri á Atlanta í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Austurdeildinni. Cleveland vann Atlanta, 99-72, þar sem James skoraði 34 stig og tók tíu fráköst. Atlanta vann Miami í sjö leikjum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Cleveland vann 4-0 sigur á Detroit og þurfti að bíða í níu daga á milli leikja. Enda byrjaði Atlanta betur í fyrsta leikhluta á meðan að Cleveland var að hrista af sér slenið. En heimamenn náðu undirtökunum í leiknum í öðrum leikhluta og unnu á endanum 27 stiga sigur. Mo Williams skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Engu liði hefur tekist það síðan Detroit afrekaði það árið 2004. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Mike Bibby nítján. Denver vann Dallas, 117-105, og tók þar með 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn var jafn framan af og Dallas náði svo forystunni í þriðja leikhluta. En þá tapaði Jason Kidd boltanum, Chauncey Billups náði honum og gaf á JR Smith sem skoraði. Eftir það litu heimamenn aldrei um öxl og unnu á endanum tólf stiga sigur. „Þetta var lykilatriði í leiknum," sagði Carmelo Anthony, leikmaður Denver, eftir leik. „Chauncey hefði getað látið boltann fara út af vellinum en hann elti boltann og gaf stoðsendingu á JR. Við náðum svo að skora aftur og aftur. Þetta var gríðarlega mikilvægt." Anthony skoraði 25 stig í leiknum, þar af fimmtán í fjórða leikhluta og tíu í 16-2 spretti sem gerði út um leikinn. Nene var einnig með 25 stig, Smith var með 21 og Billups átján. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas. NBA Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
LeBron James var í nótt krýndur besti leikmaður tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta og hélt upp á það með stórsigri á Atlanta í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Austurdeildinni. Cleveland vann Atlanta, 99-72, þar sem James skoraði 34 stig og tók tíu fráköst. Atlanta vann Miami í sjö leikjum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Cleveland vann 4-0 sigur á Detroit og þurfti að bíða í níu daga á milli leikja. Enda byrjaði Atlanta betur í fyrsta leikhluta á meðan að Cleveland var að hrista af sér slenið. En heimamenn náðu undirtökunum í leiknum í öðrum leikhluta og unnu á endanum 27 stiga sigur. Mo Williams skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Engu liði hefur tekist það síðan Detroit afrekaði það árið 2004. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Mike Bibby nítján. Denver vann Dallas, 117-105, og tók þar með 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn var jafn framan af og Dallas náði svo forystunni í þriðja leikhluta. En þá tapaði Jason Kidd boltanum, Chauncey Billups náði honum og gaf á JR Smith sem skoraði. Eftir það litu heimamenn aldrei um öxl og unnu á endanum tólf stiga sigur. „Þetta var lykilatriði í leiknum," sagði Carmelo Anthony, leikmaður Denver, eftir leik. „Chauncey hefði getað látið boltann fara út af vellinum en hann elti boltann og gaf stoðsendingu á JR. Við náðum svo að skora aftur og aftur. Þetta var gríðarlega mikilvægt." Anthony skoraði 25 stig í leiknum, þar af fimmtán í fjórða leikhluta og tíu í 16-2 spretti sem gerði út um leikinn. Nene var einnig með 25 stig, Smith var með 21 og Billups átján. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas.
NBA Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira