Skilanefnd Kaupþings og breski auðkýfingurinn Robert Tchenguiz eiga nú í deilum um hvernig skipta eigi söluverði verslunarkeðjunnar Somerfield. Þetta kemur fram í the Observer í dag. Kaupþing og Tchenguiz áttu hlut í Somerfield en verslunarkeðjan var seld í mars fyrir tæplega 30 milljarða króna.
Í greininni kemur fram að skilanefndin fari fram á að Tchenguiz fái ekki greitt fyrir sinn hluta og að málið sé nú í höndum lögfræðinga. Þá er einnig farið yfir flókið viðskiptasamband Tchenguiz við Kaupþing þar sem hann var hluthafi í gegnum Exista og tók þátt í ýmsum fjárfestingum með bankanum auk þess sem lánveitingar bankans til hans voru himinháar.
