NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 09:00 Michael Beasley var hetja Miami í nótt. Mynd/AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira