Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum 15. júní 2009 08:55 Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira