Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum? 10. júlí 2009 11:01 Hagfræðingar telja að hagkerfi Bandaríkjanna sé að rétta úr kútnum. Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira