Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup Stígur Helgason skrifar 17. október 2009 04:00 Séra Gunnar Björnsson er verulega ósáttur við ákvörðun biskups. Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“ Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira