Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag og er ástæðan einkum rakin til hækkunar á orkufyrirtækjum eftir að ljóst varð að olía væri örlítið að hækka í verði. Einnig er talið að fjárfestar vestan hafs horfi björtum augum á ýmsar björgunaraðgerðir í efnahagslífinu.
Dow Jones hækkaði um 0,83%, Standard & Poor´s hækkaði um 0,75% og Nasdaq hækkaði um 1,16%.
Sé horft á vikuna í heild fell Dow Jones um 5,6%, S&P um 5,9% og Nasdaq
um 3,02%.
Heimild: Reuters.
