Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:19 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52