Strákarnir Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. ágúst 2008 06:00 Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Hversu oft langaði ekki óharðnari æsku þessa lands, ef ekki almúga öllum, að senda Staffan nokkrum Olson nokkrar kjarnyrtar níðvísur eða vel orðuð skeyti út af mjög svo óbilgjörnum sigrum hans og hans manna, hvað eftir annað, á strákunum okkar hér í eina tíð? EN svo eru líka allar stundirnar, allt frá barnæsku og upp úr, sem maður hefur hoppað um eins og bjáni heima hjá sér aleinn eða með öðru fólki, í stofum ókunnugra eða á almannafæri í kjölfar frækilegra sigra okkar manna. Þá brosir veröldin. Ég er ekki frá því að þannig hafi íslenska handboltalandsliðið í gegnum tíðina kennt þessari veðurbörðu þjóð að þekkja tilfinningar sínar. Það er kannski bara allt í lagi að hlæja saman eða gráta? Maður þarf ekki alltaf að bera fyrir sig frjókornaofnæmi þegar maður fær tár í augun. SJÁLFUR sat ég ásamt unnustu í bíl á jaðri ítalskrar hraðbrautar í gær við eina af hinum dásamlegu ítölsku vegasjoppum Autogrill og hafði við illan leik náð að tengja tölvuna við þráðlaust net svo að upphrópanir hins íslenska íþróttafréttamanns í beinni á Rás 2 gátu borist okkur eins og úr fjarska. Og þegar sigurinn var staðreynd, þá spruttu, jú, fram smá tár, ég verð að viðurkenna það. Það spruttu fram tár. SVO héldum við áfram að keyra. Stoltir Íslendingar á ferð meðal þjóðar sem veit líklega ekki hvað handbolti er. Á Ítalíu sýndu sjónvarpsstöðvarnar frekar strandfótbolta. Hvað er það, spyr ég. Er keppt í því? Í hjarta mínu er enginn efi. Nú tökum við gullið á morgun og ekkert bull. Ekkert krepputal. Engin árans niðursveifla. Það er bara eitt sem fólk þarf almennt að passa: Það yrði dæmigert fyrir mjög marga að detta rosalega í það á menningarnótt í kvöld, sofa yfir sig og missa af leiknum í fyrramálið. Slíkt myndi leiða til týpískra íslenskra timburmanna: Eftir að hafa bókað sigur fyrirfram er fagnað rosalega til þess eins að missa af sjálfum leiknum og drattast síðan tættur síðdegis fram í eldhús til þess að spyrja hvernig fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Hversu oft langaði ekki óharðnari æsku þessa lands, ef ekki almúga öllum, að senda Staffan nokkrum Olson nokkrar kjarnyrtar níðvísur eða vel orðuð skeyti út af mjög svo óbilgjörnum sigrum hans og hans manna, hvað eftir annað, á strákunum okkar hér í eina tíð? EN svo eru líka allar stundirnar, allt frá barnæsku og upp úr, sem maður hefur hoppað um eins og bjáni heima hjá sér aleinn eða með öðru fólki, í stofum ókunnugra eða á almannafæri í kjölfar frækilegra sigra okkar manna. Þá brosir veröldin. Ég er ekki frá því að þannig hafi íslenska handboltalandsliðið í gegnum tíðina kennt þessari veðurbörðu þjóð að þekkja tilfinningar sínar. Það er kannski bara allt í lagi að hlæja saman eða gráta? Maður þarf ekki alltaf að bera fyrir sig frjókornaofnæmi þegar maður fær tár í augun. SJÁLFUR sat ég ásamt unnustu í bíl á jaðri ítalskrar hraðbrautar í gær við eina af hinum dásamlegu ítölsku vegasjoppum Autogrill og hafði við illan leik náð að tengja tölvuna við þráðlaust net svo að upphrópanir hins íslenska íþróttafréttamanns í beinni á Rás 2 gátu borist okkur eins og úr fjarska. Og þegar sigurinn var staðreynd, þá spruttu, jú, fram smá tár, ég verð að viðurkenna það. Það spruttu fram tár. SVO héldum við áfram að keyra. Stoltir Íslendingar á ferð meðal þjóðar sem veit líklega ekki hvað handbolti er. Á Ítalíu sýndu sjónvarpsstöðvarnar frekar strandfótbolta. Hvað er það, spyr ég. Er keppt í því? Í hjarta mínu er enginn efi. Nú tökum við gullið á morgun og ekkert bull. Ekkert krepputal. Engin árans niðursveifla. Það er bara eitt sem fólk þarf almennt að passa: Það yrði dæmigert fyrir mjög marga að detta rosalega í það á menningarnótt í kvöld, sofa yfir sig og missa af leiknum í fyrramálið. Slíkt myndi leiða til týpískra íslenskra timburmanna: Eftir að hafa bókað sigur fyrirfram er fagnað rosalega til þess eins að missa af sjálfum leiknum og drattast síðan tættur síðdegis fram í eldhús til þess að spyrja hvernig fór.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun