Hlustar á Megas og Pearl Jam til að koma sér í gírinn 21. apríl 2008 13:43 Hlynur Bæringsson og félagar verða nauðsynlega að sigra í kvöld Mynd/Daniel Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira