Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí 13. apríl 2008 12:04 Grindvíkingurinn Jamaal Williams tekur hér Hlyn Bæringsson hálstaki í leik liðanna í Röstinni í gær. Víkurfréttir/Jón Björn Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira