Breski hjólreiðakappinn Mark Cavendish sigraði í dag í fimmta áfanga Frakklandshjólreiðanna. Hann varð með því fyrsti Bretinn í sex ár til að vinna áfanga í keppninni.
Hinn 23 ára gamli Cavendish sá við Spánverjanum Oscar Freire og Þjóðverjanum Erik Zabel á sprettinum í dag, en það var hinn þýski Stefan Schumacher sem klæddist gulu treyjunni í dag eftir að hafa náð forystu í keppninni.