Rökrétt tortryggni Jón Kaldal skrifar 26. nóvember 2008 07:00 Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa. Til dæmis heilbrigðisvottorðið sem Seðlabankinn gaf bönkunum síðastliðið vor, hálfu ári áður en þeir fóru í þrot og skildu þjóðina eftir í skuldafeni með stórskaddað mannorð. Svo aðeins eitt en þó risavaxið dæmi sé tekið. Margar stofnanir samfélagsins þurfa þannig að byggja upp traust á nýjan leik. Þar á meðal eru fjölmiðlarnir. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki staðið sig við að benda á brestina í undirstöðum bankakerfis landsins. Þetta er réttmæt gagnrýni, Fjölmiðlarnir eru sekir um að hafa sofið á verðinum. En stærsta sök þeirra er þó að vera hluti af íslensku samfélagi sem svaf almennt værum blundi, þar með taldar allar lykilstofnanir þess: til dæmis háskólasamfélagið og Alþingi. Vissulega komu fram stöku gagnrýnisraddir og fjölmiðlar fluttu þann boðskap. Þær raddir drukknuðu hins vegar í kór hinna sem töldu allt vera í besta lagi. En nú eru breyttir tímar. Tími gagnrýninnar hugsunar er runninn upp. Meðvirknin er að baki. Þessi þróttur streymir fram í fjölmiðlum landsins. Birtingarmyndin er gríðarlegt magn af innlendum fréttum, frásagnir af mótmælum, borgarafundum en líka kraftmikil umræða í miðlunum. Í öllum þessum atgangi hefur hlaupið nokkur kraftur í umræður um að fjölmiðlafólk láti eigendur útgáfufélaga sinna stýra sér í starfi. Beinist gagnrýnin bæði að miðlum í einkaeigu og Ríkisútvarpinu, sem hefur verið sakað um að sýna stjórnvöldum linkind. Frá síðustu árum eru þrjú minnisstæð dæmi um að eigendur hafi freistað að beita valdi sínu. Það fyrsta er þegar einn úr fyrrverandi eigendahópi Stöðvar 2 reyndi að stöðva frétt um laxveiðiferð KB banka þar sem viðræður stöðvarinnar við bankann um lán voru á viðkvæmu stigi. Þáverandi fréttastjóri, Karl Garðarsson, varð við óskinni. Við það braust samstundis út uppreisn meðal starfsmanna á fréttastofunni og var þess krafist að fréttin yrði birt. Fór hún í loftið kvöldið eftir og fékk mun meiri athygli en ella. Varð málið þáverandi eigendum álitshnekkir en almennum starfsmönnum á fréttastofu Stöðvar 2 til álitsauka. Númer tvö er þegar Björgólfur Guðmundsson, þáverandi eigandi bókaútgáfunnar Eddu, lét eyða upplagi bókar Guðmundar Magnússonar, núverandi ritstjóra Eyjunnar, um Thorsfjölskylduna, vegna kafla sem honum mislíkaði. Í því tilfelli lét höfundurinn að vísu ritskoðunina yfir sig ganga en fréttastofa Stöðvar 2 komst á snoðir um málið. Afleiðingarnar urðu þær sömu og í fyrra dæminu. Álitshnekkir þeirra sem komu við sögu og margfalt meiri athygli á því sem átti að leyna. Þriðja tilvikið er uppreisnin á fréttastofu Útvarps þegar stjórnvöld ætluðu að setja yfir hana yfirmann, sem lá undir grun um að vera þeim handgenginn. Af þessum dæmum má draga þann lærdóm að blaða- og fréttamönnum þykir almennt miklu vænna um eigin starfsheiður en hagsmuni eigenda þeirra félaga sem þeir vinna hjá. Á því eru því miður undantekningar en sem betur fer mjög fáar. Íslenskt fjölmiðlafólk er upp til hópa mjög vel meðvitað um að húsbóndahollusta þess er við lesendur, hlustendur eða áhorfendur. Og enga aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun
Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa. Til dæmis heilbrigðisvottorðið sem Seðlabankinn gaf bönkunum síðastliðið vor, hálfu ári áður en þeir fóru í þrot og skildu þjóðina eftir í skuldafeni með stórskaddað mannorð. Svo aðeins eitt en þó risavaxið dæmi sé tekið. Margar stofnanir samfélagsins þurfa þannig að byggja upp traust á nýjan leik. Þar á meðal eru fjölmiðlarnir. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki staðið sig við að benda á brestina í undirstöðum bankakerfis landsins. Þetta er réttmæt gagnrýni, Fjölmiðlarnir eru sekir um að hafa sofið á verðinum. En stærsta sök þeirra er þó að vera hluti af íslensku samfélagi sem svaf almennt værum blundi, þar með taldar allar lykilstofnanir þess: til dæmis háskólasamfélagið og Alþingi. Vissulega komu fram stöku gagnrýnisraddir og fjölmiðlar fluttu þann boðskap. Þær raddir drukknuðu hins vegar í kór hinna sem töldu allt vera í besta lagi. En nú eru breyttir tímar. Tími gagnrýninnar hugsunar er runninn upp. Meðvirknin er að baki. Þessi þróttur streymir fram í fjölmiðlum landsins. Birtingarmyndin er gríðarlegt magn af innlendum fréttum, frásagnir af mótmælum, borgarafundum en líka kraftmikil umræða í miðlunum. Í öllum þessum atgangi hefur hlaupið nokkur kraftur í umræður um að fjölmiðlafólk láti eigendur útgáfufélaga sinna stýra sér í starfi. Beinist gagnrýnin bæði að miðlum í einkaeigu og Ríkisútvarpinu, sem hefur verið sakað um að sýna stjórnvöldum linkind. Frá síðustu árum eru þrjú minnisstæð dæmi um að eigendur hafi freistað að beita valdi sínu. Það fyrsta er þegar einn úr fyrrverandi eigendahópi Stöðvar 2 reyndi að stöðva frétt um laxveiðiferð KB banka þar sem viðræður stöðvarinnar við bankann um lán voru á viðkvæmu stigi. Þáverandi fréttastjóri, Karl Garðarsson, varð við óskinni. Við það braust samstundis út uppreisn meðal starfsmanna á fréttastofunni og var þess krafist að fréttin yrði birt. Fór hún í loftið kvöldið eftir og fékk mun meiri athygli en ella. Varð málið þáverandi eigendum álitshnekkir en almennum starfsmönnum á fréttastofu Stöðvar 2 til álitsauka. Númer tvö er þegar Björgólfur Guðmundsson, þáverandi eigandi bókaútgáfunnar Eddu, lét eyða upplagi bókar Guðmundar Magnússonar, núverandi ritstjóra Eyjunnar, um Thorsfjölskylduna, vegna kafla sem honum mislíkaði. Í því tilfelli lét höfundurinn að vísu ritskoðunina yfir sig ganga en fréttastofa Stöðvar 2 komst á snoðir um málið. Afleiðingarnar urðu þær sömu og í fyrra dæminu. Álitshnekkir þeirra sem komu við sögu og margfalt meiri athygli á því sem átti að leyna. Þriðja tilvikið er uppreisnin á fréttastofu Útvarps þegar stjórnvöld ætluðu að setja yfir hana yfirmann, sem lá undir grun um að vera þeim handgenginn. Af þessum dæmum má draga þann lærdóm að blaða- og fréttamönnum þykir almennt miklu vænna um eigin starfsheiður en hagsmuni eigenda þeirra félaga sem þeir vinna hjá. Á því eru því miður undantekningar en sem betur fer mjög fáar. Íslenskt fjölmiðlafólk er upp til hópa mjög vel meðvitað um að húsbóndahollusta þess er við lesendur, hlustendur eða áhorfendur. Og enga aðra.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun