San Antonio í úrslit Vesturdeildar 20. maí 2008 03:52 Tony Parker og Manu Ginobili fóru fyrir liði meistaranna í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira