Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir að fréttist að Kínverjar hyggist hækka verðið. Reiknað er með því að hærra verð muni draga úr eftirspurn eftir olíu á Kínamarkaði.
Mikil eftirspurn eftir olíu í Kína og öðrum nýmörkuðum hefur híft upp verðið að miklu leyti, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Hlut að máli á styrking bandaríkjadal gagnvart evru.