Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur 29. október 2008 09:20 Hér má sjá hvar meistarafáninn er hengdur upp í rjáfur í Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar. NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar.
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira