Óttast jarðsprengjur á golfvellinum 28. nóvember 2008 11:01 Ryo Ishikawa er umkringdur öryggisvörðum NordicPhotos/GettyImages Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan. Hinn 17 ára gamli Ishikawa verður umkringdur öryggisvörðum eftir að blaðinu barst tilkynning um að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á Kuroshio vellinum sem er í Kochi, um 600 km suðvestur af Tókíó. Sá sem sendi hótunina inn til dagblaðsins heimtaði að mótinu yrði frestað, en ekki stendur til að verða við þeirri bón hans. Skemmdarverk voru unnin í höfuðstöðvum eins af kostendum mótsins í kjölfar hótunarinnar. Þar á meðal voru sprengingar og brotnir gluggar sem lögregla telur vera eftir handsprengjur. Um 160 lögreglumenn verða á mótsvæðinu frá og með næsta miðvikudegi, en það hefst formlega daginn eftir. Mótið er eitt það stærsta á Japanstúrnum í golfi. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan. Hinn 17 ára gamli Ishikawa verður umkringdur öryggisvörðum eftir að blaðinu barst tilkynning um að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á Kuroshio vellinum sem er í Kochi, um 600 km suðvestur af Tókíó. Sá sem sendi hótunina inn til dagblaðsins heimtaði að mótinu yrði frestað, en ekki stendur til að verða við þeirri bón hans. Skemmdarverk voru unnin í höfuðstöðvum eins af kostendum mótsins í kjölfar hótunarinnar. Þar á meðal voru sprengingar og brotnir gluggar sem lögregla telur vera eftir handsprengjur. Um 160 lögreglumenn verða á mótsvæðinu frá og með næsta miðvikudegi, en það hefst formlega daginn eftir. Mótið er eitt það stærsta á Japanstúrnum í golfi.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira