Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið fyrsta hring sinn á Alfred Dunhill meistaramótinu á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku. Hann lék hringinn á 72 höggum eða pari vallar.
Birgir er í kringum 40. sæti sem stendur en það er lítið að marka það þar sem hann var með þeim fyrstu til að klára hringinn í dag.
Þetta er annað mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í síðan hann jafnaði sig af meiðslum.