Hlutabréf Lehman enn í frjálsu falli 11. september 2008 13:13 Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York. Mynd/AP Hlutabréf í Lehman Brothers, fjórða stærsta fjárfestingarbanka bandaríkjanna, hafa verið í frjálsu falli í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Bréf félagsins féllu um 40 prósent fyrir opnun. Undanfarna daga hafa bréf í Lehman fallið mikið eftir að ljóst varð að viðræður stjórnenda fyrirtækisins við Þróunarbanka Kóreu um kaup á hlut í við Lehman hefðu siglt í strand. Lehman hefur fallið um nærri 57 prósent síðan á mánudag, en síðan síðasta sumar hafa um 90 prósent markaðsvirðis Lehman þurrkast út. Undanfarnar vikur hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um að Lehman rambi á barmi gjaldþrots, og verðfall síðustu daga bendir eindregið til þess að markaðir telji líkur á gjaldþroti hafa snaraukist. Þá hefur skuldtryggingarálag Leham rokið upp, úr um 250-300 í sumar í um 550 í gær. Í gær sendi bankinn frá sér afkomuviðvörun vegna þriðja ársfjórðungs, en samkvæmt henni tapaði bankinn 3,9 milljörðum dollara á fjórðungnum, sem er versta afkoma í 158 ára sögu fyrirtækisins. Tap Lehman var mun meira en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir, en búist var við 2,2 milljarða dollara tapi. Lehman var mjög áberandi í viðskiptum með fasteignatryggð skuldabréf og skuldvafninga sem byggðust á ýmsum gerðum jaðar- og undirmálslána. Bent hefur verið á að hærra hlutfall eiginfjár Lehman sé bundið í slíkum bréfum, sem nú eru nánast óseljanleg og verðlaus, en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch undanskildum. Eina von bankans er nú að selja eignastýringarsvið sitt, en greiningardeildir telja það eina hluta bankans sem hefur nokkuð verðmæti. Samkvæmt áætlunum er verðmæti eignastýringarsviðsins sé jafn mikið, eða meira, en alls bankans samanlagt. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Hlutabréf í Lehman Brothers, fjórða stærsta fjárfestingarbanka bandaríkjanna, hafa verið í frjálsu falli í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Bréf félagsins féllu um 40 prósent fyrir opnun. Undanfarna daga hafa bréf í Lehman fallið mikið eftir að ljóst varð að viðræður stjórnenda fyrirtækisins við Þróunarbanka Kóreu um kaup á hlut í við Lehman hefðu siglt í strand. Lehman hefur fallið um nærri 57 prósent síðan á mánudag, en síðan síðasta sumar hafa um 90 prósent markaðsvirðis Lehman þurrkast út. Undanfarnar vikur hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um að Lehman rambi á barmi gjaldþrots, og verðfall síðustu daga bendir eindregið til þess að markaðir telji líkur á gjaldþroti hafa snaraukist. Þá hefur skuldtryggingarálag Leham rokið upp, úr um 250-300 í sumar í um 550 í gær. Í gær sendi bankinn frá sér afkomuviðvörun vegna þriðja ársfjórðungs, en samkvæmt henni tapaði bankinn 3,9 milljörðum dollara á fjórðungnum, sem er versta afkoma í 158 ára sögu fyrirtækisins. Tap Lehman var mun meira en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir, en búist var við 2,2 milljarða dollara tapi. Lehman var mjög áberandi í viðskiptum með fasteignatryggð skuldabréf og skuldvafninga sem byggðust á ýmsum gerðum jaðar- og undirmálslána. Bent hefur verið á að hærra hlutfall eiginfjár Lehman sé bundið í slíkum bréfum, sem nú eru nánast óseljanleg og verðlaus, en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch undanskildum. Eina von bankans er nú að selja eignastýringarsvið sitt, en greiningardeildir telja það eina hluta bankans sem hefur nokkuð verðmæti. Samkvæmt áætlunum er verðmæti eignastýringarsviðsins sé jafn mikið, eða meira, en alls bankans samanlagt.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira