NBA í nótt: Lakers tapaði á flautukörfu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 09:11 Troy Murphy í baráttu við Trevor Ariza í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði í nótt sínum fyrsta leik á útivelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers, 118-117, en sigurkarfan kom á síðustu sekúndu leiksins. Það var Troy Murphy sem var hetja Indiana en hann gerði sér lítið fyrir og náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leiksins og náði að setja niður sigurkörfuna áður en leiknum lauk. Lakers hafði aðeins tapað einum leik á tímabilinu fyrir gærkvöldið og unnið síðustu sjö leiki sína. Þar að auki hafði liðið unnið alla fimm útileiki sína til þessa. Lakers náði 17-0 spretti í lok þriðja leikhluta og komst þá í fimmtán stiga forystu. En Murphy og Danny Granger sáu til þess að Indiana náði að koma sér aftur á strik í fjórða leikhluta og vinna ævintýralegan sigur í lokin. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Pau Gasol kom næstur með 20 stig og níu fráköst. Hjá Indana var Granger atkvæðamestur með 32 stig og TJ Ford kom næstur með 21 stig. Þeir Murphy, Radoslav Nesterovic og Marquis Daniels skoruðu allir sextán stig. Murphy var með sautján fráköst og Nesterovic tíu. Denver vann Toronto, 132-93. Chauncey Billups var með 24 stig og fjórtán stoðsendingar og Carmelo Anthony var með 23 stig. Denver hefur þar með unnið þrettán af nítján fyrstu leikjum sínum á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu. Washington vann New Jersey, 108-88. Caron Butler var með 22 stig og tíu stoðsendingar og DeShawn Stevensen 21 fyrir Washington. Þetta var fyrsti sigur liðsins gegn öðru liði í Austurdeildinni eftir ellefu töp í röð. Þetta var einnig fyrsti útisigur Washington á tímabilinu. Portland vann New York, 104-97. Brandon Roy var með 23 stig fyrir Portland sem hafði mikla yfirburði í fjórða leikhluta og vann þar með sinn fimmta sigur í röð. Philadelphia vann Chicago, 103-95, í framlengdum leik. Andre Miller skoraði 28 stig í leiknum, þar af níu í framlengingunni. Philadelphia batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. Dallas vann Clippers, 100-98. Jose Barea setti niður þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem reyndist sigurkarfa leiksins. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 29 stig. Detroit vann San Antonio, 89-77. Rasheed Wallace skoraði nítján stig fyrir Detroit sem var á kafla tíu stigum undir í leiknum. Manu Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta sinn eftir langvinn meiðsli. Utah vann Sacramento, 99-94. Kyle Korver var með fimmtán stig fyrir Utah en það var Deron Williams sem skoraði tvær lykilkörfur á síðustu mínútunni sem tryggði Utah sigur í leiknum. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira
LA Lakers tapaði í nótt sínum fyrsta leik á útivelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers, 118-117, en sigurkarfan kom á síðustu sekúndu leiksins. Það var Troy Murphy sem var hetja Indiana en hann gerði sér lítið fyrir og náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leiksins og náði að setja niður sigurkörfuna áður en leiknum lauk. Lakers hafði aðeins tapað einum leik á tímabilinu fyrir gærkvöldið og unnið síðustu sjö leiki sína. Þar að auki hafði liðið unnið alla fimm útileiki sína til þessa. Lakers náði 17-0 spretti í lok þriðja leikhluta og komst þá í fimmtán stiga forystu. En Murphy og Danny Granger sáu til þess að Indiana náði að koma sér aftur á strik í fjórða leikhluta og vinna ævintýralegan sigur í lokin. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Pau Gasol kom næstur með 20 stig og níu fráköst. Hjá Indana var Granger atkvæðamestur með 32 stig og TJ Ford kom næstur með 21 stig. Þeir Murphy, Radoslav Nesterovic og Marquis Daniels skoruðu allir sextán stig. Murphy var með sautján fráköst og Nesterovic tíu. Denver vann Toronto, 132-93. Chauncey Billups var með 24 stig og fjórtán stoðsendingar og Carmelo Anthony var með 23 stig. Denver hefur þar með unnið þrettán af nítján fyrstu leikjum sínum á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu. Washington vann New Jersey, 108-88. Caron Butler var með 22 stig og tíu stoðsendingar og DeShawn Stevensen 21 fyrir Washington. Þetta var fyrsti sigur liðsins gegn öðru liði í Austurdeildinni eftir ellefu töp í röð. Þetta var einnig fyrsti útisigur Washington á tímabilinu. Portland vann New York, 104-97. Brandon Roy var með 23 stig fyrir Portland sem hafði mikla yfirburði í fjórða leikhluta og vann þar með sinn fimmta sigur í röð. Philadelphia vann Chicago, 103-95, í framlengdum leik. Andre Miller skoraði 28 stig í leiknum, þar af níu í framlengingunni. Philadelphia batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. Dallas vann Clippers, 100-98. Jose Barea setti niður þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins sem reyndist sigurkarfa leiksins. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 29 stig. Detroit vann San Antonio, 89-77. Rasheed Wallace skoraði nítján stig fyrir Detroit sem var á kafla tíu stigum undir í leiknum. Manu Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta sinn eftir langvinn meiðsli. Utah vann Sacramento, 99-94. Kyle Korver var með fimmtán stig fyrir Utah en það var Deron Williams sem skoraði tvær lykilkörfur á síðustu mínútunni sem tryggði Utah sigur í leiknum.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira