Norski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta. Við það fara vextirnir í 5,75 prósent.
Í rökstuðningi bankastjórnarinnar í dag segir að verðbólga sé meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Útlit sé fyrir að seðlabankar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, Bretlandi og í Svíþjóð, muni hækka stýrivexti vegna þessa.