Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2008 07:00 Benedikt Guðmundsson. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi. Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira