Lakers taplaust í úrslitakeppninni 8. maí 2008 09:37 NordcPhotos/GettyImages Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira