Lakers taplaust í úrslitakeppninni 8. maí 2008 09:37 NordcPhotos/GettyImages Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira