Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur í sumar skrifað skemmtilega pistla á fréttasíðuna karfan.is. Í nýjasta pistlinum veltir Benedikt m.a. vöngum yfir bandarískum leikmönnum sem fara í víking til Evrópu og efnilegum körfuboltastúlkum á Íslandi.
Benedikt tekur dæmi um unga leikmenn í Bandaríkjunum sem eru farnir að sleppa því að fara í háskóla en fara þess í stað til Evrópu og gerast atvinnumenn vegna þeirra háu launa sem þar eru orðið í boði.
"Held að David Stern og félagar hafi ekki áttað sig á því að núna taka þessi undrabörn fekar eitt ár í Evrópu og ná sér í 100+ milljónir í leiðinni í stað þess að spila fyrir ekki neitt í háskóla. Fyrir svona upphæðir væri ég tilbúinn að hætta í þjálfun og fara í pils og gerast klappstýra hvar sem er í heiminum," segir Benedikt m.a. í skemmtilegum pistli sínum.
Smelltu hér til að lesa pistil Benedikts á karfan.is.