Lágflug á helstu mörkuðum 2. júní 2008 09:21 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira