Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing 1. október 2008 09:06 Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson. Mynd/GVA Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira