Forsala á miðnætti 18. september 2008 03:00 Margir tölvuleikjaunnendur hafa beðið spenntir eftir leikum Star Wars Force Unleashed. Forsala verður á tveimur af stærstu tölvuleikjum ársins, Star Wars Force Unleashed og Warhammer Online, á miðnætti í kvöld í versluninni Nexus. „Það er töluverð eftirvænting og ég veit að það er mjög mikið beðið eftir þessum Star Wars-leik," segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus. „Hann á að vera tæknilega fullkominn miðað við aðra leiki. Menn eru líka að vona að Warhammer sé góður. Hann er fyrir þá sem þekkja vel þennan fantasíuheim. Það er spurning hvort hann eigi séns í World of Warcraft, sem er langvinsælasti „Online"-leikurinn." Spilasalur Nexus verður opinn í allt kvöld og á meðan beðið er eftir að salan hefjist er hægt að setjast niður og mála Warhammer-tindáta, prófa að spila tindátaleikinn, horfa á Warhammer-bardaga með herjum í fullri stærð eða versla Warhammer-vörurmeð forsöluafslætti. - fb Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið
Forsala verður á tveimur af stærstu tölvuleikjum ársins, Star Wars Force Unleashed og Warhammer Online, á miðnætti í kvöld í versluninni Nexus. „Það er töluverð eftirvænting og ég veit að það er mjög mikið beðið eftir þessum Star Wars-leik," segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus. „Hann á að vera tæknilega fullkominn miðað við aðra leiki. Menn eru líka að vona að Warhammer sé góður. Hann er fyrir þá sem þekkja vel þennan fantasíuheim. Það er spurning hvort hann eigi séns í World of Warcraft, sem er langvinsælasti „Online"-leikurinn." Spilasalur Nexus verður opinn í allt kvöld og á meðan beðið er eftir að salan hefjist er hægt að setjast niður og mála Warhammer-tindáta, prófa að spila tindátaleikinn, horfa á Warhammer-bardaga með herjum í fullri stærð eða versla Warhammer-vörurmeð forsöluafslætti. - fb
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið