NBA: Phoenix lagði San Antonio 30. október 2008 09:22 Steve Nash og Terry Porter þjálfari náðu sigri í San Antonio NordicPhotos/GettyImages Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst og Steve Nash var með 13 stig og 13 stoðsendingar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur þjálfarans Terry Porter með Phoenix. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 32 stig hvor fyrir San Antonio, sem verður án Argentínumannsins Manu Ginobili fyrstu vikur tímabilsins. Toronto vann góðan útisigur á Philadelphia þar sem nýjustu leikmenn beggja liða voru í sviðsljósinu, þeir Elton Brand hjá Philadelphia og Jermaine O´Neal hjá Toronto. Chris Bosh var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 11 fráköst og Jermaine O´Neal skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Lou Williams skoraði 16 stig fyrir heimamenn og Elton Brand skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Atlanta vann öruggan sigur á Orlando á útivelli 99-85. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Dwight Howard var með 22 stig og 15 fráköst hjá Orlando. New Jersey lagði Washington á útivelli 95-85. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en þeir Caron Butler og Antawn Jamison skoruðu 14 stig hvor fyrir Washington. Mike D´Antoni stýrði New York til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins þegar það lagði Miami 120-115. Dwyane Wade skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. Þeir Eddy Curry og Stephon Marbury komu ekki við sögu í leiknum hjá New York. Detroit lagði Indiana á heimavelli 100-94. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana en Tayshaun Prince 19 fyrir Detroit. Minnesota lagði Sacramento heima 98ö96. Al Jefferson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota en John Salmons skoraði 24 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Oklahoma á útivelli 98-87. Richard Jefferson, Charlie Villenueva og Michael Redd skoruðu 20 stig hver fyrir Milwaukee en Chris Wilcox skoraði 15 stig fyrir Oklahoma. Houston skellti Memphis heima 82-71 þar sem Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Houston en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Utah lagði Denver heima 98-94 þar sem Deron Williams hjá Utah (meiðsli) og Carmelo Anthony hjá Denver (leikbann) voru ekki með. Carlos Boozer skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Allen Iverson og Kenyon Martin skoruðu 18 stig hvor fyrir Denver. New Orleans lagði Golden State á útivelli 108-103. David West skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 26. Loks vann LA Lakers öruggan stórsigur á grönnum sínum LA Clippers 117-79. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 16 stig og Al Thornton skoraði sömuleiðis 16 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst og Steve Nash var með 13 stig og 13 stoðsendingar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur þjálfarans Terry Porter með Phoenix. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 32 stig hvor fyrir San Antonio, sem verður án Argentínumannsins Manu Ginobili fyrstu vikur tímabilsins. Toronto vann góðan útisigur á Philadelphia þar sem nýjustu leikmenn beggja liða voru í sviðsljósinu, þeir Elton Brand hjá Philadelphia og Jermaine O´Neal hjá Toronto. Chris Bosh var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 11 fráköst og Jermaine O´Neal skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Lou Williams skoraði 16 stig fyrir heimamenn og Elton Brand skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Atlanta vann öruggan sigur á Orlando á útivelli 99-85. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Dwight Howard var með 22 stig og 15 fráköst hjá Orlando. New Jersey lagði Washington á útivelli 95-85. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en þeir Caron Butler og Antawn Jamison skoruðu 14 stig hvor fyrir Washington. Mike D´Antoni stýrði New York til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins þegar það lagði Miami 120-115. Dwyane Wade skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. Þeir Eddy Curry og Stephon Marbury komu ekki við sögu í leiknum hjá New York. Detroit lagði Indiana á heimavelli 100-94. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana en Tayshaun Prince 19 fyrir Detroit. Minnesota lagði Sacramento heima 98ö96. Al Jefferson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota en John Salmons skoraði 24 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Oklahoma á útivelli 98-87. Richard Jefferson, Charlie Villenueva og Michael Redd skoruðu 20 stig hver fyrir Milwaukee en Chris Wilcox skoraði 15 stig fyrir Oklahoma. Houston skellti Memphis heima 82-71 þar sem Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Houston en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Utah lagði Denver heima 98-94 þar sem Deron Williams hjá Utah (meiðsli) og Carmelo Anthony hjá Denver (leikbann) voru ekki með. Carlos Boozer skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Allen Iverson og Kenyon Martin skoruðu 18 stig hvor fyrir Denver. New Orleans lagði Golden State á útivelli 108-103. David West skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 26. Loks vann LA Lakers öruggan stórsigur á grönnum sínum LA Clippers 117-79. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 16 stig og Al Thornton skoraði sömuleiðis 16 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira