Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls 17. apríl 2008 00:01 Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent