KR og ÍR mætast í kvöld í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfubolta í DHL Höllinni klukkan 19:15. KR-ingar verða án Jóns Arnórs Stefánssonar í leiknum en hann er á Ítalíu að ganga frá sínum málum hjá Roma.
Þá verða KR-ingar m.a. án Pálma Sigurgeirssonar sem einnig er erlendis.
ÍR-ingar verða heldur ekki með fullskipað lið þar sem Hreggviður Magnússon er meiddur, en Breiðhyltingar munu væntanlega geta teflt fram Sveinbirni Claessen sem hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið.