Utah skellti New Orleans 9. apríl 2008 09:37 Matt Harpring skorar fyrir Utah gegn New Orleans í nótt NordcPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira