Utah skellti New Orleans 9. apríl 2008 09:37 Matt Harpring skorar fyrir Utah gegn New Orleans í nótt NordcPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira