Hlynur: Nefið er í fínu lagi 8. apríl 2008 15:00 Hlynur fékk þungt högg á nefið í gær en slapp með lítinn skurð mynd/víkurfréttir "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
"Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira