Johnson Wagner frá Bandaríkjunum skaust upp um heil 189 sæti á nýjum heimslista í golfi sem kynntur var í dag. Wagner vann um helgina sigur á Shell Houston Open.
Wagner er nú í 124. sæti á listanum. Geoff Ogilvy sem lenti í öðru sæti mótsins fór úr 11. í 5. sæti. Frakkinn Gregory Bourdy sem vann Estoril-mótið í Portúgal er kominn í 97. sætið.
Tiger Woods er sem fyrr á toppi listans, Phil Mickelson í öðru og Ernie Els í þriðja. Birgir Leifur Hafþórsson er í 845. sæti og fellur um tólf sæti frá því í síðustu viku.