Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Óli Tynes skrifar 6. apríl 2008 19:15 Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár. Pólstjörnumálið Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár.
Pólstjörnumálið Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira