NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 09:14 Allen Iverson reynir að verjast Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira