KR tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 21:57 Pálmi Sigurgeirssons skoraði gríðarlega mikilvægan þrist í lok framlengingarinnar. Nate Brown fylgist hér með honum. Mynd/Arnþór KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu. Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum